Lagið Unbroken í flutningi Maríu Ólafsdóttur verður framlag Íslands í Eurovision sem fram fer í Vínarborg, höfuðborg Austurríkis, í seinnihluta maímánaðar.
Sjö lög kepptu í söngvakeppninni í kvöld. Líkt og í fyrra hafði dómnefnd helmings atkvæðavægi á móti símakosningu. Tvö lög, Once Again í flutningi Friðriks Dórs Jónssonar og Unbroken, kepptu síðan um hylli hlustenda og réðust úrslitin í símakosningu.
María Ólafsdóttir er flytjandi og textahöfundur lagsins. Höfundar lags og texta eru strákarnir í Stopwaitgo, Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson.