Prestar fara á límingum yfir Jóni Gnarr

Prestar virðast ekki hafa mikla trú á Jóni Gnarr, fv. …
Prestar virðast ekki hafa mikla trú á Jóni Gnarr, fv. borgarstjóra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Pist­ill sem Jón Gn­arr, fv. borg­ar­stjóri, ritaði í Frétta­blaðið á laug­ar­dag hef­ur farið veru­lega fyr­ir brjóstið á presta­stétt lands­ins. Þeir hafa skrifað í blöðin og á sam­fé­lags­miðla vegna lýs­ing­ar Jóns á trú­ar­lífi sínu. Jóna Hrönn Bolla­dótt­ir, prest­ur í Garðasókn, seg­ir AA-hreyf­ing­una þurfa að taka út hluta 12 spor­anna vegna skrifa Jóns.

Í pistl­in­um lýsti Jón því hvernig hann hafi reynt, og mistek­ist, að finna guð. Fólki sé frjálst að trúa því sem það vill svo lengi sem það haldi því fyr­ir sig og reyni ekki að setja hon­um regl­ur á grund­velli trú­ar­hug­mynda sinna. Fyr­ir­sögn pist­ils­ins var „Guð er ekki til“.

Jóna Hrönn er einn margra presta og annarra trúmanna sem hafa séð sér­staka ástæðu til þess að gagn­rýna Jón fyr­ir þessi skrif sín. Hún skrif­ar á Face­book-síðu sína:

„Nú hef­ur hip­ster­inn, fyrr­um borg­ar­stjóri, verðandi for­seti og leik­ari látið okk­ur vita að Guð sé ekki til. Nú þurf­um við sem höf­um til­einkað okk­ur 12 spor­in að hugsa þetta al­veg upp á nýtt. Í því ljósi þarf AA hreyf­ing­in um all­an heim að taka út nokk­ur lauflétt spor eins og nr. 2, nr.3, nr.5, nr.6, nr.8,nr.11,“ skrif­ar Jóna Hrönn sem seg­ist ekki ætla að fara með trú sína í fel­ur jafn­vel þó að Jóni „finn­ist það til­valið að jaðar­setja svona brjálæðinga eins og mig“.

Jóna Hrönn Bolladóttir, prestur í Garðasókn.
Jóna Hrönn Bolla­dótt­ir, prest­ur í Garðasókn. Sverr­ir Vil­helms­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú leggur starfsheiður þinn að veði, þegar þú mælir fyrir ákveðnu máli. Fólk er tilbúið til að rétta þér hjálparhönd, jafnvel án þess að þú biðjir um það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú leggur starfsheiður þinn að veði, þegar þú mælir fyrir ákveðnu máli. Fólk er tilbúið til að rétta þér hjálparhönd, jafnvel án þess að þú biðjir um það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell