Friðrik Dór fékk fleiri stig

Lagið Once Again í flutningi Friðriks Dórs fékk fleiri stig en Unbroken sungið af Maríu Ólafsdóttur í samanlagðri niðurstöðu dómnefndar og símakosningar úrslitakvölds Söngvakeppninnar. Í einvígi Maríu og Friðriks hafði sú fyrrnefnda hins vegar vinninginn og getur hún þakkað þjóðinni fyrir það.

Lagið Unbroken í flutningi Maríu Ólafsdóttur verður framlag Íslands í Eurovision sem fram fer í Vínarborg, höfuðborg Austurríkis, í seinnihluta maímánaðar. En það stóð tæpt. Í gögnum sem Ríkisútvarpið hefur gefið út um keppnina sést að Once Again fékk 24 stig þegar lögð er saman niðurstaða dómnefndar og símakosningar en Unbroken hlaut 17 stig. Næst komu lögin Dance Slow í flutningi Elínar Sifjar Halldórsdóttur og Piltur og stúlka með Birni og félögum en bæði fengu þau 16 stig.

Sökum þess að Once Again og Unbroken voru tvö efstu lögin fóru þau í einvígið en í því gildir símakosning eingöngu. Þar vann Unbroken með 59,2% atkvæða gegn 40,8% atkvæðum Once Again. Fimmtán þúsund atkvæði skildu liðin að.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir