Friðrik Dór fékk fleiri stig

Lagið Once Again í flutn­ingi Friðriks Dórs fékk fleiri stig en Un­broken sungið af Maríu Ólafs­dótt­ur í sam­an­lagðri niður­stöðu dóm­nefnd­ar og síma­kosn­ing­ar úr­slita­kvölds Söngv­akeppn­inn­ar. Í ein­vígi Maríu og Friðriks hafði sú fyrr­nefnda hins veg­ar vinn­ing­inn og get­ur hún þakkað þjóðinni fyr­ir það.

Lagið Un­broken í flutn­ingi Maríu Ólafs­dótt­ur verður fram­lag Íslands í Eurovisi­on sem fram fer í Vín­ar­borg, höfuðborg Aust­ur­rík­is, í seinni­hluta maí­mánaðar. En það stóð tæpt. Í gögn­um sem Rík­is­út­varpið hef­ur gefið út um keppn­ina sést að Once Again fékk 24 stig þegar lögð er sam­an niðurstaða dóm­nefnd­ar og síma­kosn­ing­ar en Un­broken hlaut 17 stig. Næst komu lög­in Dance Slow í flutn­ingi El­ín­ar Sifjar Hall­dórs­dótt­ur og Pilt­ur og stúlka með Birni og fé­lög­um en bæði fengu þau 16 stig.

Sök­um þess að Once Again og Un­broken voru tvö efstu lög­in fóru þau í ein­vígið en í því gild­ir síma­kosn­ing ein­göngu. Þar vann Un­broken með 59,2% at­kvæða gegn 40,8% at­kvæðum Once Again. Fimmtán þúsund at­kvæði skildu liðin að.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Gættu þess að gera ekki svo stífar kröfur til þinna nánustu að þær kunni að ganga af sambandinu dauðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Gættu þess að gera ekki svo stífar kröfur til þinna nánustu að þær kunni að ganga af sambandinu dauðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason