Heiðursverðlaun Eddunnar voru að þessu sinni veitt Ómari Ragnarssyni fjölmiðlamanni með meiru. Ómar tók við verðlaununum í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í kvöld þar sem uppskeruhátíð íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar fer fram. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti Ómari verðlaunin.
Ómar kom víða við í þakkarræðu sinni og lagði meðal annars áherslu á að mestu auðlindir Íslands væru annars vegar mannauðurinn og hins vegar náttúra landsins sem Íslendingum hefði verið falið að gæta. Talaði hann líka um mikilvægi öflugra fjölmiðla sem stæðu vaktina.
Frétt mbl.is: Eddan 2015 í beinni