Raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian tísti í gær á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hún þakkaði guði fyrir að ekki hefði farið verr í gær þegar hún lenti í bílslysi ásamt systrum sínum og North West, dóttur sinni. Entertainment News greinir frá málinu á vefsíðu sinni.
Varðstjóri umferðarlögreglunnar í Montana, Mark Wilfore, sagði í samtali við ET að Kardashian-fjölskyldan hefði ekki lent í árekstri. Bíll þeirra hefði lent í vindhviðu með þeim afleiðingum að hann rann til á veginum og fór í skurð. Bíllinn skemmdist ekki við atvikið og enginn meiddist, sagði hann.
Eftir atvikið hringdi fjölskyldan og lét draga sig úr skurðinum og gat fjölskyldan haldið áfram ferð sinni eftir það en Wilfore segir að þetta hafi verið eitt nokkurra símtala sem lögreglu barst þann daginn.
<blockquote class="twitter-tweet">Thank you God for watching over us and keeping us safe 🙏 <a href="http://t.co/mcqBa1IYCZ">pic.twitter.com/mcqBa1IYCZ</a>
— Kim Kardashian West (@KimKardashian) <a href="https://twitter.com/KimKardashian/status/569238683930501120">February 21, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>