Vigdís vandar um fyrir Hildi

Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Borg­ar­full­trú­inn Hild­ur Sverr­is­dótt­ir bend­ir þing­kon­unni Vig­dísi Hauks­dótt­ur góðfús­lega á það á Face­book-síðu sinni í kvöld að orðið „skrýti­legt“ sé víst til. Vig­dís hafði gert notk­un Hild­ar á orðinu að um­tals­efni á sinni Face­book-síðu og taldi það upp­finn­ingu Hild­ar.

„Einn okk­ar allra skemmti­leg­asti orðasmiður síðustu ár held­ur hér fram að ég hafi búið til bull­orð í beinni út­send­ingu. Hún læt­ur að því liggja að hún hefði ef­laust ekki kom­ist upp með það, eins og ég. Jón og séra Jón og allt það,“ skrif­ar Hild­ur, sem sit­ur í borg­ar­stjórn fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn, á Face­book-síðu sína í kvöld.

Til­efni er færsla sem Vig­dís setti á Face­book-síðu sína í til­efni af viðtali sem Hild­ur var í á Bylgj­unni.

„Mikið er ég hepp­in að hafa ekki fundið upp og sagt í tvígang „skrýti­legt“ í beinni út­send­ingu á Bylgj­unni - það væri eitt­hvað ;-)“ skrifaði Vig­dís.

Hild­ur er hins veg­ar fljót að benda á að orðið „skrýti­legt“ er vissu­lega til í ís­lenskri orðabók. Hún seg­ist þó ekki taka um­vönd­un Vig­dís­ar illa enda sé það stór­kost­legt að fá at­huga­semd­ir um ís­lenskt mál frá sjálfri Vig­dísi Hauks­dótt­ur.

„Það að það hafi svo reynd­ar bara verið hún sem var að mis­skilja skrifa ég bara á ein­hverja sein­heppni hjá henni að þessu sinni og hef fulla trú á að næst hitti hún kúna á höfuðið... :)“ skrif­ar Hild­ur.

Til gam­ans má geta að sam­kvæmt ís­lenski orðabók þýðir orðið „skrýti­leg­ur“ að vera „kát­leg­ur“ eða „skrýt­inn“.

Alþingiskonan Vigdís Hauksdóttir
Alþing­is­kon­an Vig­dís Hauks­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þeir eru margir sem vilja veðja á sköpunarkraft þinn og líða þér eitt og annað þess vegna. Líttu í eigin barm; ekki skamma aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þeir eru margir sem vilja veðja á sköpunarkraft þinn og líða þér eitt og annað þess vegna. Líttu í eigin barm; ekki skamma aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell