Joan Rivers var skilin útundan

Joan Rivers lést í september á seinasta ári.
Joan Rivers lést í september á seinasta ári. AFP

Grínistinn Joan Rivers var skilin útundan úr sérstöku myndbandi sem spilað var á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Myndbandið var gert til að heiðra þær stjörnur sem hafa látist á undanförnum mánuðum.

Rivers lést í september á seinasta ári og vinkona hennar, Kelly Osbourne, er ósátt við að hennar hafi ekki verið minnst á hátíðinni á meðan leikara á borð við Lauren Bacall og Robin Williams var minnst. Osbourne birti skilaboð á Twitter í gær og lýsti yfir óánægju sinni. „Er ég að missa af einhverju eða var Joan Rivers skilin útundan í minningarathöfninni á Óskarnum?“

Talsmenn hátíðarinnar hafa brugðist við skilaboðum Osbourne. „Joan Rivers er meðal þeirra margra verðugu listamanna sem við gátum því miður ekki tekið fyrir í minningarathöfninni á Óskarnum í ár,“ sagði meðal annars í tilkynningu sem gefin var úr í nótt. Ástæðan mun vera takmarkaður tími sem fékkst í að spila myndskeiðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir