Faðir Marc Anthony kallaði hann ófríðan

Marc Anthony.
Marc Anthony. mbl.is/Cover Media

Leik- og söngvarinn Marc Anthony opnaði sig í viðtali í spjallþættinum The Meredith Vieira Show í gær og greindi frá því að faðir hans, Felipe Muñiz, hafi sagt hann vera ófríðan í æsku. „Sonur sæll, við erum báðir ófríðir,“ mun Muñiz hafa byrjað að segja við son sinn snemma. „Ég sver það, hann segir þetta enn þann dag í dag,“ sagði Antony sem virðist hafa húmor fyrir hreinskilni föður síns.

Faðir Marc Anthony heldur áfram að segja honum að hann sé ófríður þrátt fyrir að hann sé í dag giftur fyrirsætunni Shannon de Lima og hafi verið með söngkonunni fallegu Jennifer Lopez á sínum tíma. „Þú kemst áfram á persónuleikanum,“ segir Muñiz reglulega við Anthony ef marka má viðtalið við leik- og söngvarann. 

Antony kveðst þó aldrei hafa tekið gagnrýni föður síns illa. „Vegna þess að ég hef horft á þetta andlit alla mína ævi og hann hefur rétt fyrir sér. Ég er horaður og stama.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka