Stjörnuspeki hjálpi læknum

Stjörnumerki dýrahringsins.
Stjörnumerki dýrahringsins. Af Wikipedia

Þingmaður breska Íhaldsflokksins heldur því fram að stjörnuspeki og ýmsar hjálækningar gætu létt álagi af læknum opinberrar heilbrigðisþjónustu landsins. Hann sakar þá sem gagnrýna þessar hugmyndir um kynþáttafordóma.

David Tredinnick, þingmaður flokksins frá Bosworth í Leicester-skíri, komst meðal annars í fréttirnar árið 2010 þegar hann þurfti að endurgreiða kostnað við forrit sem notast við stjörnuspeki til að greina heilsufarsástand. Hann hafði skráð kostnaðinn sem útgjöld hjá þinginu.

Í viðtali í stjörnuspekitímaritinu Astrology Journal segir hann: „Ég trúi því að stjörnuspeki og óhefðbundnar lækningar myndu hjálpa til við að létta álagi af læknum.“

Þá gagnrýndi hann þá sem eru ósammála sér og sagði þá yfirleitt vera eineltisseggi sem hafi aldrei kynnt sér stjörnuspeki. Sérstaklega gagnrýndi hann breska ríkisútvarpið BBC sem væri fullt fyrirlitningar í garð stjörnuspeki. Það reyndi í sífellu að hampa sjónarmiðum vísindanna en væri alltaf tilbúið að birta gagnrýni á stjörnuspeki.

Andstaða við stjörnuspeki væri knúin áfram af „hjátrú, fáfræði og fordómum“. Vísindamenn bregðist við henni með hjátrú og tilfinningasemi.

„Þeir eru líka fáfróðir því þeir hafa aldrei lært fræðin og segja bara að það hafi allt að gera með það sem birtist í dagblöðunum, sem það er ekki, og þeir eru afar fordómafullir og með kynþáttafordóma, sem veldur áhyggjum,“ lýsti Tredinnick jafnframt yfir í viðtalinu.

Frétt The Guardian af málinu

Grein á Stjörnufræðivefnum um stjörnumerki dýrahringsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir