Stjörnuspeki hjálpi læknum

Stjörnumerki dýrahringsins.
Stjörnumerki dýrahringsins. Af Wikipedia

Þingmaður breska Íhalds­flokks­ins held­ur því fram að stjörnu­speki og ýms­ar hjálækn­ing­ar gætu létt álagi af lækn­um op­in­berr­ar heil­brigðisþjón­ustu lands­ins. Hann sak­ar þá sem gagn­rýna þess­ar hug­mynd­ir um kynþátta­for­dóma.

Dav­id Tred­innick, þingmaður flokks­ins frá Bosworth í Leicester-skíri, komst meðal ann­ars í frétt­irn­ar árið 2010 þegar hann þurfti að end­ur­greiða kostnað við for­rit sem not­ast við stjörnu­speki til að greina heilsu­fars­ástand. Hann hafði skráð kostnaðinn sem út­gjöld hjá þing­inu.

Í viðtali í stjörnu­speki­tíma­rit­inu Astrology Journal seg­ir hann: „Ég trúi því að stjörnu­speki og óhefðbundn­ar lækn­ing­ar myndu hjálpa til við að létta álagi af lækn­um.“

Þá gagn­rýndi hann þá sem eru ósam­mála sér og sagði þá yf­ir­leitt vera einelt­is­seggi sem hafi aldrei kynnt sér stjörnu­speki. Sér­stak­lega gagn­rýndi hann breska rík­is­út­varpið BBC sem væri fullt fyr­ir­litn­ing­ar í garð stjörnu­speki. Það reyndi í sí­fellu að hampa sjón­ar­miðum vís­ind­anna en væri alltaf til­búið að birta gagn­rýni á stjörnu­speki.

Andstaða við stjörnu­speki væri knú­in áfram af „hjá­trú, fá­fræði og for­dóm­um“. Vís­inda­menn bregðist við henni með hjá­trú og til­finn­inga­semi.

„Þeir eru líka fá­fróðir því þeir hafa aldrei lært fræðin og segja bara að það hafi allt að gera með það sem birt­ist í dag­blöðunum, sem það er ekki, og þeir eru afar for­dóma­full­ir og með kynþátta­for­dóma, sem veld­ur áhyggj­um,“ lýsti Tred­innick jafn­framt yfir í viðtal­inu.

Frétt The Guar­di­an af mál­inu

Grein á Stjörnu­fræðivefn­um um stjörnu­merki dýra­hrings­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú hefur í mörgu að snúast og skalt fá fólk í lið með þér til að leggja hönd á plóg því þá gengur allt eins og í sögu. Njóttu þess vel að slappa af og jafnvel vera eirðarlaus.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú hefur í mörgu að snúast og skalt fá fólk í lið með þér til að leggja hönd á plóg því þá gengur allt eins og í sögu. Njóttu þess vel að slappa af og jafnvel vera eirðarlaus.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell