Á meðan Íslendingar sváfu varð allt brjálað á Tumblr og Twitter vegna myndar af kjól, sem hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Menn deila hart um það hvort kjóllinn er hvítur og gylltur eða blár og svartur, og eru alls ekki á einu máli.
Erlendir fjölmiðlar hafa blandað sér í málið og hefur Guardian tekið opinbera afstöðu: kjóllinn er blár og svartur. Mbl.is hefur ákveðið að taka ekki afstöðu fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir.
Uppfært: Þess vegna er kjóllinn blár!
BBC hefur fjallað um málið, CNN, Mother Jones, Buzzfeed, MSNBC, Independent og margir fleiri.
Fræga fólkið hefur tekið afstöðu til málsins og Cosmo hefur flokkað það niður í lið. Í blár/svartur liðinu eru m.a.: Kanye West, Justin Bieber, Taylor Swift, Christine Teigen, Jaden Smith og Demi Lovato. Í hvítur/gylltur liðinu eru m.a.: Kim Kardashian, Rob Lowe og Anna Kendrick.
Josh Groban, Ariana Grande, Shonda Rhimes og Julia Louis-Dreyfus eru meðal þeirra sem skilja ekki hvað í ósköpunum er í gangi.
Mashable hefur fundið vefsíðu þar sem kaupa má kjól svipaðan þeim sem er á myndinni og í kjölfarið lýst yfir sigri annars liðsins. Þá hefur Wired fengið sérfræðinga til að útskýra hvers vegna fólk sér kjólinn með ólíkum hætti.
. @questlove it's clearly #goldandwhite #TheDress
— jimmy fallon (@jimmyfallon) February 27, 2015
I don't understand this odd dress debate and I feel like it's a trick somehow. I'm confused and scared. PS it's OBVIOUSLY BLUE AND BLACK
— Taylor Swift (@taylorswift13) February 27, 2015
From this day on, the world will be divided into two people. Blue & black, or white & gold. http://t.co/xJeR7GldwP pic.twitter.com/i6BwVzPzSZ
— Ellen DeGeneres (@TheEllenShow) February 27, 2015