Vinalegi risinn Hulk

Hulk og Jordan eru mestu mátar
Hulk og Jordan eru mestu mátar Skjáskot af YouTube

Hundurinn Hulk er bolabítur. Hann er aðeins 18 mánaða og enn að stækka en vegur þó nú þegar 80 kíló og er talinn einn stærsti bolabítur heims. Hulk býr með Grannan fjölskyldunni. Eigendur hans Marlon og Lisa reka hundaræktunina Dark Dynasti K9s sem sérhæfir sig í ræktun terrier bolabíta (pit bull terrier).

Hundategundin telst til svokallaðra vígahunda og er bönnuð hér á landi. Hundar Grannan fjölskyldunnar eru einmitt aldir upp sem ofbeldisfullir varðhundar og eru seldir sem slíkir um allan heim. Marlon og Lisa segja hundana þó aðeins ofbeldisfulla í þeim aðstæðum sem þeir hafa verið þjálfaðir til að bregðast við sem varðhundar. 

Sem dæmi taka þau Hulk sem þau segja vera ljúfan hund og leikur hann reglulega við son þeirra Jordan.

„Ég hef engar áhyggjur af hundunum í kringum son minn. Þeir eru stórkostlegir fjölskylduhundar. Þeir ganga í gegnum stífa þjálfun og littlu hlutirnir sem barn gerir til að bregða venjulegum hundi mun ekki fá neitt á þá,“ segir Lisa í samtali við Barcroft TV. „Sama hver tegundin er skiptir uppeldið öllu máli.“

Marlon segir Hulk vera mikilvægan hluta af fjölskyldunni og að hann verði aldrei seldur, sama hvaða fjárhæðir verða boðnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar