Paul McCartney mætir á Hróarskelduhátíðina

Paul McCartney
Paul McCartney AFP

Tónlistarmaðurinn Paul McCartney mun gera víðreist um Evrópu í sumar. Hann mun meðal annars spila á Hróarskelduhátíðinni og í Liverpool, borginni þar sem Bítlaævintýrið hófst á síðustu öld.

Paul McCartney, sem er 72 ára, kemur fram á þrennum tónleikum í Lundúnum, Birmingham og Liverpool í maí og eru þetta hans fyrstu tónleikar í heimalandinu frá árinu 2012.

Þeir fyrstu verða haldnir á O2-leikvanginum í Lundúnum hinn 23. maí. Í júní er það síðan Hróarskelduhátíðin. Frá 5. júní til 9. júlí spilar Paul McCartney í Amsterdam, Marseille, Ósló, París og Stokkhólmi. 

Paul McCartney og Rihanna
Paul McCartney og Rihanna AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir