Elstur íslenskra karlmanna

Georg Breiðfjörð Ólafsson lætur ekki aldurinn á sig fá en …
Georg Breiðfjörð Ólafsson lætur ekki aldurinn á sig fá en er bæði lífsglaður og minnugur.

Georg Breiðfjörð Ólafsson í Stykkishólmi hefur slegið aldursmet Helga Símonarsonar á Þverá í Svarfaðardal, sem hafði lifað lengst allra íslenskra karla, í 105 ár og 345 daga, en Helgi lést sumarið 2001. Georg er orðinn 105 ára og 346 daga gamall en hann verður 106 ára 26. mars. Sonur hans Ágúst Ólafur segir Georg vera heilsuhraustan og lífsglaðan. „Hann er mjög minnugur og fylgist vel með því sem er að gerast í kringum hann.“

Ekki vill Ágúst þakka mataræðinu langlífi föður síns, sem hann segir hafa verið mjög hefðbundið en lítið um grænmeti og ávexti. „Hann borðar þennan klassíska íslenska mat en hefur alltaf hugsað vel um heilsuna og aldrei unnið sér til óbóta.“

Georg býr á dvalarheimilinu í Stykkishólmi ásamt bróður sínum, sem er orðinn 100 ára gamall.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar