Elstur íslenskra karlmanna

Georg Breiðfjörð Ólafsson lætur ekki aldurinn á sig fá en …
Georg Breiðfjörð Ólafsson lætur ekki aldurinn á sig fá en er bæði lífsglaður og minnugur.

Georg Breiðfjörð Ólafs­son í Stykk­is­hólmi hef­ur slegið ald­urs­met Helga Sím­on­ar­son­ar á Þverá í Svarfaðar­dal, sem hafði lifað lengst allra ís­lenskra karla, í 105 ár og 345 daga, en Helgi lést sum­arið 2001. Georg er orðinn 105 ára og 346 daga gam­all en hann verður 106 ára 26. mars. Son­ur hans Ágúst Ólaf­ur seg­ir Georg vera heilsu­hraust­an og lífs­glaðan. „Hann er mjög minn­ug­ur og fylg­ist vel með því sem er að ger­ast í kring­um hann.“

Ekki vill Ágúst þakka mataræðinu lang­lífi föður síns, sem hann seg­ir hafa verið mjög hefðbundið en lítið um græn­meti og ávexti. „Hann borðar þenn­an klass­íska ís­lenska mat en hef­ur alltaf hugsað vel um heils­una og aldrei unnið sér til óbóta.“

Georg býr á dval­ar­heim­il­inu í Stykk­is­hólmi ásamt bróður sín­um, sem er orðinn 100 ára gam­all.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Aðrir vilja endilega létta af þér byrðinni og þá gæs er best að grípa
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Aðrir vilja endilega létta af þér byrðinni og þá gæs er best að grípa
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir