„Sæta“ glæpastúlkan handtekin aftur

Stúlkan virðist orðin meðvituð um fegurð sína og er sífellt …
Stúlkan virðist orðin meðvituð um fegurð sína og er sífellt betur til höfð með hverri löggumyndinni.

Myndir lögreglu af glæpamönnum rata oft í fréttir - sérstaklega ef þær eru óvenjulegar. Átján ára bandarísk stúlka hefur oftar komist fréttir fyrir fríðleika en flestir glæpamenn.

Stúlkan heitir Alysa Bathrick. Mynd sem lögreglan tók af henni eftir handtöku á síðasta ári fór víða um netið en sjálf hafði hún deilt myndinni á Twitter. Og enn og aftur er stúlkan komin í fréttirnar og aftur er það löggumyndin sem því veldur. Í fyrra var hún tekin föst við rannsókn lögreglunnar á fíkniefnamáli en nú er það búðarþjófnaður sem varð til þess að hún var handtekin.

Surrendered myself at 7 a.m., got released at 11:30 a.m. Fuck what you heard. And my mugshot's cute. <a href="https://twitter.com/hashtag/ftp?src=hash">#ftp</a> <a href="http://t.co/LyqHV7IInm">pic.twitter.com/LyqHV7IInm</a>

Stúlkan býr í Raleigh í Norður-Karólínu.

Hún er þó ekki eini glæpamaðurinn vesthafs sem hefur orðið frægur fyrir fegurð sína á löggumyndum.

Þessi hérna ætlar að hefja fyrirsætuferil sinn er hann losnar úr fangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup