Massaði það í Boston

Brynhildur Oddsdóttir.
Brynhildur Oddsdóttir.

Brynhildur Oddsdóttir, söngkona Beebee and the Bluebirds, tónfræðikennari og hestakona,  tróð upp á tónlistarhátíðinni Reykjavík Calling í Boston á laugardagskvöldið. Auk hennar tróð hljómsveitin Kaleo upp ásamt bandarískum tónlistarmönnum.

Það er nóg að gera hjá Brynhildi því hún stefnir síðan á aðra tónlistarhátíð í Kanada í framhaldinu. „Björn Thoroddsen hafði samband við mig og bað mig um að taka þátt í gítargiggi á tónlistarhátíð í Kanada í apríl. Það eru sömu aðilar sem halda þann viðburð og Reykjavik Calling í Boston. Það er mikill heiður að fá að taka þátt og ég er auðvitað mjög spennt að fara til Kanada í framhaldinu. Það verður gaman að vera með Birni á sviðinu þar enda er hann frábær gítarleikari,” segir hún.

Brynhildur og Beebee and the Bluebirds eru nýbúin að gefa út sína fyrstu plötu, Burning Heart, sem kom út fyrir síðustu jól. Þá er Brynhiildur að gefa út nýtt lag um næstu mánaðamót.

„Nýja lagið heitir Easy og fer í spilin á útvarsstöðvum upp úr næstu mánaðamótum. Þá er ég að klára myndband við lagið þannig að það er allt á fullu,” segir hún og brosir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Ragnar Jónasson