Liza Minnelli í meðferð

Liza Minnelli á við áfengis- og eiturlyfjafíkn að stríða.
Liza Minnelli á við áfengis- og eiturlyfjafíkn að stríða. AFP

Leikkonan Liza Minnelli hefur nú hafið meðferð við áfengis- og eiturlyfjafíkn sinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hin 69 ára Minnelli leitar sér hjálpar vegna sjúkdómsins sem hún hefur talað opinskátt um í gegnum tíðina.

Minnelli hefur gengist undir nokkrar meðferðir á seinustu áratugum sem hafa þó ekki virkað sem skildi en núna eru liðin heil 11 ár síðan hún lauk seinustu meðferðinni.

Móðir Minelli, leikkonan Judy Garland, átti við svipað vandamál að stríða en hún lést árið 1969 eftir að hafa tekið of stóran skammt af svefntöflum.

„Þessi sjúkdómur hefur spilað stórt hlutverk í lífi mínu. Ég erfði hann, þetta hefur verið hræðilegt,“ sagði leikkonan í tilkynningu árið 2008.

Talsmenn Minnelli hafa enn ekki gefi út ítarlega fréttatilkynningu varðandi málið en fregnir herma að Minnelli sé á meðferðarstofnun í Malibu, Kaliforníu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup