Íslandsmeistarar í Dodgeball krýndir um helgina

Íslensk börn að leik í skotbolta.
Íslensk börn að leik í skotbolta. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Á laugardaginn fer fram Íslandsmeistaramótið í Dodgeball, í fyrsta skiptið. Er mótið haldið af fjórum nemendum við Háskóla Íslands í tómstundar og félagsmálafræði.

„Þetta er verkefni fyrir skólann sem tengist viðburðarstjórnun. Við áttum að halda einhvern viðburð og hann þurfti að tengjast íþróttum. Fyrst vorum við að hugsa að halda fótboltamót eða eitthvað hefðbundið en ákváðum svo að gera eitthvað sem ekki hefur verið prófað áður,“ segir Björn Grétar Baldursson, einn skipuleggjenda mótsins í samtali við mbl.is.

Það eru þau Björn Grétar, Elva Margrét Árnadóttir, Ari Magnús Þorgeirsson og Dana Marteinsdóttir sem standa að skipulagningunni. 

Íslenska þýðingin á Dodgeball er skotbolti þó svo að reglur Dodgeball séu örlítið öðruvísi en hefðbundnar skotboltareglur. Í Dodgeball mætast tvö lið með nokkra bolta, allt frá þremur upp í tíu. Snýst leikurinn um að skjóta bolta í andstæðinginn án þess að hann grípi. Grípi andstæðingurinn boltann dettur sá sem skaut úr leik. 

Er Dodgeball vinsæl íþrótt í Bandaríkjunum. Árið 2004 var kvikmyndin Dodgeball frumsýnd með þeim Ben Stiller og Vince Vaughn í aðalhlutverkum. Segir hún frá hópi manna sem taka þátt í stórmóti í Dodgeball til þess að bjarga líkamsræktarstöð frá því að vera rifin. 

„Við ákváðum að halda Dodgeball mót því við höldum að þetta gæti verið mjög gaman. Þarna getur fólk tekið part úr degi til þess að hittast og spila skotbolta fyrir gott málefni,“ segir Björn Grétar, en allur ágóði mótsins rennur beint til MottuMars. Segir hann að þessi hugmynd sé tiltölulega auðveld í framkvæmd en á sama tíma ótrúlega skemmtileg. 

„Það er líka spennandi fyrir fólk að eiga möguleika á því að vera krýndur fyrstur allra Íslandsmeistari í Dodgeball,“ segir Björn Grétar sem býst við góðri stemmningu á laugardaginn, en mótið er haldið í Varmá í Mosfellsbæ.

„Núna erum við að safna verðlaunum. Vorum svo heppin að þau hjá KLM verðlaunagripum redduðu okkur bikar sem er merktur „Íslandsmeistari í Dodgeball 2015“ og erum við mjög þakklát fyrir það,“ segir Björn Grétar. 

Að sögn Bjarnar hafa fjögur lið skráð sig til leiks en von sé á fleiri skráningum næstu daga. Sex til átta þátttakendur eru í hverju liði og eru liðin hvött til þess að mæta í búningum. Veitt verða verðlaun fyrir frumlegustu búningana. 

Hér má sjá viðburðinn á Facebook.

Björn Grétar Baldursson
Björn Grétar Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir