Gunnar hlaut Gullna hanann

Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson hlaut í dag Gullna hanann, en það er æðsta viðurkenning STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar. Afhenti Kjartan Ólafsson, formaður STEF, Gunnari viðurkenninguna í Hörpu í dag á tónleikum Gunnars, Himinn og jörð, sem haldnir eru i tilefni af 70 ára afmælis tónlistarmannsins. 

„Gunnar Þórðarson hefur haft mikil áhrif á íslenska tónlistarmenn sem og íslenska tónlist og þar með íslenska menningu,“ sagði Kjartan m.a. í ávarpi sínum í Hörpu í dag.

„Ferill Gunnars hófst á þeim tíma á sjöunda áratugnum þegar að blómabyltingin og Bítlabyltingin gekk yfir. Hann tók þátt í henni og innleiddi hana hér en sú bylting var mjög nauðsynleg á þeim tíma,“ sagði Kjartan. Sagði hann jafnframt að Gunnari hafi komið víða við á ferlinum en frá sjöunda áratugnum og fram á síðasta ár eru til yfir 700 útgefin lög eftir Gunnar.

„Það sást á síðasta ári hversu öflugur tónlistarmaður hans þegar að óperan hans Ragnheiður var frumsýnd. Hún fyllti Eldborg Hörpunnar margsinnis og í raun veru eru þessi viðburður stærsti einstaki tónlistarviðburður sem komið hefur upp hér á landi á undanförnum árum,“ sagði Kjartan í Hörpu í dag. 

Kjartan afhendir Gunnari viðurkenninguna í dag.
Kjartan afhendir Gunnari viðurkenninguna í dag.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup