Skuggahliðar kirkjunnar afhjúpaðar

John Travolta ásamt Idinu Menzel þegar Óskarsverðlaunin voru afhent í …
John Travolta ásamt Idinu Menzel þegar Óskarsverðlaunin voru afhent í febrúar sl. AFP

Vísindakirkjan hefur safnað leyndarmálum leikarans John Travolta í „svartan PR pakka“ til að varna því að hann yfirgefi kirkjuna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í heimildarmyndinni Going Clear: Scientology and the Prison of Belief, sem sýnd var á HBO í gær.

Samkvæmt erlendum fjölmiðlum kemur fátt nýtt fram í myndinni en þar stíga fyrrverandi meðlimir Vísindakirkjunnar fram og staðfesta ýmsa orðróma sem hafa verið á kreiki síðustu ár. Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún rekur m.a. uppruna trúarinnar og varpar ljósi á stofnanda hennar, L. Ron Hubbard.

Samkvæmt Huffington Post kemur m.a. fram í myndinni að þegar Sara Northup, önnur eiginkona Hubbard, hótaði að fara frá honum ef hann leitaði ekki aðstoðar vegna andlegrar heilsu sinnar, rændi hann dóttur þeirra Alexis. Þá á Hubbard að hafa sagt eiginkonu sinni að hann hefði brytjað Alexis í litla bita og kastað líkamsleifum hennar í á.

Í samantekt HuffPo yfir sláandi fullyrðingar sem settar eru fram í myndinni kemur einnig fram að þegar orðrómur fór af stað um að John Travolta, einn verðmætasti meðlimur kirkjunnar, vildi yfirgefa hana, hafi öllum „skemmandi“ leyndarmálum hans verið safnað í möppu, en einn af mikilvægum þáttum kirkjustarfsins eru svokallaðir „skoðunartímar“ þar sem meðlimir deila hugsunum sínum og tilfinningum með „skoðara“. Í myndinni segir að Travolta hafi neitað að heimila að tímarnir væru teknir upp á myndband, en það hafi verið gert í laumi.

Í myndinni er einnig fjallað um þekktasta og áhrifamesta meðlim kirkjunnar, Tom Cruise, og m.a. sagt frá því að kirkjan hafi hlerað síma fyrrverandi eiginkonu hans, Nicole Kidman, að hans ósk.

Leah Remini, sem eitt sinn var eitt af þekktari andlitum Vísindakirkjunnar, hafði þetta um myndina að segja:

mbl.is er ekki kunnugt um fyrirhugaða sýningu myndarinnar hérlendis.

Hér má sjá umfjöllun Huffington Post.

Og hér má sjá samantekt Vanity Fair um truflandi myndbrot úr heimildarmyndinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar