Skuggahliðar kirkjunnar afhjúpaðar

John Travolta ásamt Idinu Menzel þegar Óskarsverðlaunin voru afhent í …
John Travolta ásamt Idinu Menzel þegar Óskarsverðlaunin voru afhent í febrúar sl. AFP

Vís­inda­kirkj­an hef­ur safnað leynd­ar­mál­um leik­ar­ans John Tra­volta í „svart­an PR pakka“ til að varna því að hann yf­ir­gefi kirkj­una. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í heim­ild­ar­mynd­inni Go­ing Cle­ar: Scientology and the Pri­son of Beli­ef, sem sýnd var á HBO í gær.

Sam­kvæmt er­lend­um fjöl­miðlum kem­ur fátt nýtt fram í mynd­inni en þar stíga fyrr­ver­andi meðlim­ir Vís­inda­kirkj­unn­ar fram og staðfesta ýmsa orðróma sem hafa verið á kreiki síðustu ár. Mynd­ar­inn­ar hef­ur verið beðið með mik­illi eft­ir­vænt­ingu en hún rek­ur m.a. upp­runa trú­ar­inn­ar og varp­ar ljósi á stofn­anda henn­ar, L. Ron Hubb­ard.

Sam­kvæmt Huff­ingt­on Post kem­ur m.a. fram í mynd­inni að þegar Sara Northup, önn­ur eig­in­kona Hubb­ard, hótaði að fara frá hon­um ef hann leitaði ekki aðstoðar vegna and­legr­ar heilsu sinn­ar, rændi hann dótt­ur þeirra Al­ex­is. Þá á Hubb­ard að hafa sagt eig­in­konu sinni að hann hefði brytjað Al­ex­is í litla bita og kastað lík­ams­leif­um henn­ar í á.

Í sam­an­tekt HuffPo yfir slá­andi full­yrðing­ar sem sett­ar eru fram í mynd­inni kem­ur einnig fram að þegar orðróm­ur fór af stað um að John Tra­volta, einn verðmæt­asti meðlim­ur kirkj­unn­ar, vildi yf­ir­gefa hana, hafi öll­um „skemm­andi“ leynd­ar­mál­um hans verið safnað í möppu, en einn af mik­il­væg­um þátt­um kirkju­starfs­ins eru svo­kallaðir „skoðun­ar­tím­ar“ þar sem meðlim­ir deila hugs­un­um sín­um og til­finn­ing­um með „skoðara“. Í mynd­inni seg­ir að Tra­volta hafi neitað að heim­ila að tím­arn­ir væru tekn­ir upp á mynd­band, en það hafi verið gert í laumi.

Í mynd­inni er einnig fjallað um þekkt­asta og áhrifa­mesta meðlim kirkj­unn­ar, Tom Cruise, og m.a. sagt frá því að kirkj­an hafi hlerað síma fyrr­ver­andi eig­in­konu hans, Nicole Kidm­an, að hans ósk.

Leah Rem­ini, sem eitt sinn var eitt af þekkt­ari and­lit­um Vís­inda­kirkj­unn­ar, hafði þetta um mynd­ina að segja:

mbl.is er ekki kunn­ugt um fyr­ir­hugaða sýn­ingu mynd­ar­inn­ar hér­lend­is.

Hér má sjá um­fjöll­un Huff­ingt­on Post.

Og hér má sjá sam­an­tekt Vanity Fair um trufl­andi mynd­brot úr heim­ild­ar­mynd­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Samræður við vini og nána félaga koma að gagni í dag, sérstaklega um afmörkuð málefni. Mundu bara að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Samræður við vini og nána félaga koma að gagni í dag, sérstaklega um afmörkuð málefni. Mundu bara að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son