Verslingar vekja reiði í Taílandi

Skjáskot af Youtube

„Við erum smá smeyk­ir því við erum að sjá morðhót­an­ir í at­huga­semd­um og spurn­ing­ar um það hvort við vilj­um stríð,“ seg­ir Nökkvi Fjal­ar Orra­son, fyrr­ver­andi nefnd­armeðlim­ur í 12:00 í Versl­un­ar­skóla Íslands, en mynd­band sem nefnd­in gaf út fyr­ir þrem­ur árum og nefn­ist Munk­ar hef­ur nú vakið mikla reiði í Taílandi. 

Í mynd­band­inu leika Nökkvi og fé­lag­ar búdd­ista sem koma hingað til lands og eru með dólgs­læti. Taí­lenski fréttamiðill­inn Bang­kok Coconuts deildi mynd­band­inu á vefsíðu sinni fyrr í dag og sagði það niður­lægj­andi fyr­ir trúna og guðlast af verstu gerð. Eft­ir það hef­ur verið fjallað um það á fjölda taí­lenskra fréttamiðla og hafa yfir 100 þúsund horft á mynd­bandið.

Nökkvi seg­ir það aldrei hafa verið ásetn­ing­inn að gera lítið úr búdda­trú og þeim þyki miður að mynd­bandið sé túlkað sem van­v­irðing við hana. „Við ætluðum okk­ur aldrei að gera lítið úr þeirra trú. 12:00 er sketsaþátt­ur og þetta átti bara að vera steikt­ur skets,“ út­skýr­ir hann. 

Nökkvi seg­ir nefnd­armeðlim­ina fyrr­ver­andi nú vinna að því að senda út yf­ir­lýs­ingu vegna mynd­bands­ins, enda þyki þeim mjög mik­il­vægt að koma því áleiðis að ætl­un­in hafi ekki verið að gera lítið úr trúnni. Þá verði texti á lag­inu á ensku sett­ur inn, til að koma í veg fyr­ir að ís­lenski text­inn sé mis­skil­inn.

Nökkvi seg­ir mynd­bandið hafa farið í gegn­um rit­skoðun í skól­an­um á sín­um tíma og ekki hafi verið farið á bak við neinn við út­gáfu þess. 

En fagna fyrr­ver­andi nefnd­armeðlim­irn­ir því ekki að áhorf á mynd­bandið skuli hafa marg­fald­ast á síðustu klukku­tím­un­um? „Nei,“ seg­ir Nökkvi skýrt. „Þetta er auðvitað frek­ar stórt, en þetta er ekki sér­lega gott. Við fögn­um þessu ekki því við vilj­um ekki gera lítið úr nein­um og von­um að við get­um komið því áleiðis.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Vitund þín hefur gjörbreyst og sömuleiðis dagskráin hjá þér. Gættu þess að hleypa ekki of mörgum að þér og vandaðu val þeirra sem komast að.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Vitund þín hefur gjörbreyst og sömuleiðis dagskráin hjá þér. Gættu þess að hleypa ekki of mörgum að þér og vandaðu val þeirra sem komast að.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son