Verslingar vekja reiði í Taílandi

Skjáskot af Youtube

„Við erum smá smeykir því við erum að sjá morðhótanir í athugasemdum og spurningar um það hvort við viljum stríð,“ segir Nökkvi Fjalar Orrason, fyrrverandi nefndarmeðlimur í 12:00 í Verslunarskóla Íslands, en myndband sem nefndin gaf út fyrir þremur árum og nefnist Munkar hefur nú vakið mikla reiði í Taílandi. 

Í myndbandinu leika Nökkvi og félagar búddista sem koma hingað til lands og eru með dólgslæti. Taílenski fréttamiðillinn Bangkok Coconuts deildi myndbandinu á vefsíðu sinni fyrr í dag og sagði það niðurlægjandi fyrir trúna og guðlast af verstu gerð. Eftir það hefur verið fjallað um það á fjölda taílenskra fréttamiðla og hafa yfir 100 þúsund horft á myndbandið.

Nökkvi segir það aldrei hafa verið ásetninginn að gera lítið úr búddatrú og þeim þyki miður að myndbandið sé túlkað sem vanvirðing við hana. „Við ætluðum okkur aldrei að gera lítið úr þeirra trú. 12:00 er sketsaþáttur og þetta átti bara að vera steiktur skets,“ útskýrir hann. 

Nökkvi segir nefndarmeðlimina fyrrverandi nú vinna að því að senda út yfirlýsingu vegna myndbandsins, enda þyki þeim mjög mikilvægt að koma því áleiðis að ætlunin hafi ekki verið að gera lítið úr trúnni. Þá verði texti á laginu á ensku settur inn, til að koma í veg fyrir að íslenski textinn sé misskilinn.

Nökkvi segir myndbandið hafa farið í gegnum ritskoðun í skólanum á sínum tíma og ekki hafi verið farið á bak við neinn við útgáfu þess. 

En fagna fyrrverandi nefndarmeðlimirnir því ekki að áhorf á myndbandið skuli hafa margfaldast á síðustu klukkutímunum? „Nei,“ segir Nökkvi skýrt. „Þetta er auðvitað frekar stórt, en þetta er ekki sérlega gott. Við fögnum þessu ekki því við viljum ekki gera lítið úr neinum og vonum að við getum komið því áleiðis.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan