Ætlar að reyna fyrir sér í tónlistinni

David Duchovny ætlar að reyna fyrir sér í tónlistinni.
David Duchovny ætlar að reyna fyrir sér í tónlistinni. AFP

Leikarinn David Duchovny, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The X Files, er greinilega fjölhæfur en hann ætlar að gefa út hljómplötu í sumar. Þetta verður frumraun hans í tónlist.

Duchovny hefur undanfarið unnið hörðum höndum að plötunni sem inniheldur 12 lög. Hann gaf út yfirlýsingu í gær og greindi frá því að hann væri himinlifandi með tónlistina sem hann samdi. „Þetta er draumur í dós, samt var þetta aldrei draumur minn. Ég er undrandi yfir því hvernig öll þessi tónlist varð til,“ sagði Duchovny sem getur ekki beðið eftir að deila sköpunarverkinu með aðdáendum sínum.

Duchovny sagði tónlist hans helst líkjast tónlist R.E.M. aðspurður hvernig fyrsta platan hans hljómar.

Platan heitir Hell or Highwater og kemur út 12. maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar