„27-klúbburinn“ goðsögn

Kurt Cobain svipti sig lífi þegar hann var 27 ára …
Kurt Cobain svipti sig lífi þegar hann var 27 ára gamall. Getty Images/AFP

Aðdá­end­um tón­list­ar­manna hætt­ir sum­um til að sveipa dauðdaga átrúnaðargoða sinna dýrðarljóma, sér­stak­lega þegar þá ber vo­veif­lega að. Rann­sókn ástr­alsks fræðimanns á dauða rúm­lega 12.000 tón­list­ar­manna bend­ir hins veg­ar til að „27-klúbb­ur“ þekktra tón­list­ar­manna sem lét­ust 27 ára sé aðeins goðsögn.

Di­anna Theodora Kenny, pró­fess­or í sál­fræði og tónlist við Há­skól­ann í Syd­ney, hef­ur birt röð greina um rann­sókn sem hún gerði á dauða 12.665 tón­list­ar­manna sem lét­ust á ár­un­um 1950 til 2014. Hún komst meðal ann­ars að því að tón­list­ar­menn eru mun lík­legri til að lát­ast af völd­um slysa, sjálfs­víga eða morða en banda­rísk­ur al­menn­ing­ur al­mennt.

Þá skoðaði hún sér­stak­lega það sem nefnt hef­ur verið „27-klúbbur­inn“, nokk­urs kon­ar fé­lags­skap­ur þekktra tón­list­ar­manna sem lét­ust þegar þeir voru 27 ára eins og Amy Winehou­se, Kurt Cobain og Jimmy Hendrix.

Rann­sókn Kenny leiddi hins veg­ar í ljós að fleiri tón­list­ar­menn hafa lát­ist 28 ára en 27 ára. Al­geng­ast er að þeir lát­ist 56 ára. Þeir sem lét­ust 27 ára voru hins veg­ar fræg­ari og dauðdagi þeirra meira slá­andi.

Pönk­ar­ar og þung­arokk­ar­ar í mestri slysa­hættu

Þegar Kenny skoðaði tengsl tón­list­ars­efnu og dauðdaga kom­ast hún að því að rapp- og hip­hop-tón­list­ar­menn eru langlík­leg­ast­ir til þess að vera myrt­ir af öllu tón­list­ar­mönn­um.

Pönk­ar­ar og þung­arokk­ar­ar eru áber­andi lík­leg­ast­ir til þess að deyja af slys­för­um en þeir eru einnig lík­leg­ast­ir til þess að fyr­ir­fara sér. Þannig hafði einn af hverj­um fimm þung­arokk­ur­um sem rann­sókn­in náði til svipt sig lífi.

Frétt The Guar­di­an af rann­sókn­inni á dauðdög­um tón­list­ar­manna

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir