„Hann borðaði sjö kjúklinga“

Peter Dinklage segir Hafþór ljúfan náunga.
Peter Dinklage segir Hafþór ljúfan náunga. AFP

Leikarinn Peter Dinklage var gestur Jon Stewart í spjallþætti þess síðarnefnda í gær. Ræddu þeir nýjustu þáttaröð Game of Thrones þar sem Dinklage leikur eina vinsælustu persónuna, Tyrion Lannister og bar þar meðal annars kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson á góma en hann leikur Fjallið í þáttunum.

„Ég fékk að borða með honum eitt kvöld í Króatíu. Hann pantaði sjö kjúklinga. Hann borðaði sjö kjúklinga, grillaða kjúklinga,“ sagði Dinklage sem hló og jánkaði þegar Stewart spurði hvort þeir hefðu sumsé verið eldaðir. 

„[Hann er] ótrúlega ljúfur náungi, risavaxinn. Hann lyftir grjóti,“ sagði Dinklage.

Stewart rifjaði upp met Hafþórs í að bera trjábol og spurði hvort hann lyfti hlutum á tökustað upp eins og hann væri persóna í Flintstones teiknimynd og svaraði Dinklage að hann teldi að til þess þyrfti að borga Hafþóri sérstaklega fyrir. „Hann er örugglega kominn með ógeð á að gera það fyrir vini sína.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg