Feluleiksstjórarnir í IKEA ófundnir

Um 300 tóku þátt í feluleiknum í dag.
Um 300 tóku þátt í feluleiknum í dag. Gísli Sigurðsson

Hátt í 300 krakk­ar mættu til þess að taka þátt í felu­leik í IKEA í dag. Þar á meðal var þó hvergi að finna felu­leiks­stjór­ana þær Ell­en Ros­dahl og Meg­an Dunley. Sam­kvæmt til­kynn­ingu ætluðu þær að setja regl­ur, stjórna leikn­um og skipta í hópa.

Þjón­ust­u­stjóri IKEA bað því krakk­ana að skipta sér í hópa sjálf og svo földu þau sig og þeirra leitað um allt hús. Leik­ur­inn stóð yfir í um eina og hálfa klukku­stund og fór mjög vel fram.

Að leik lokn­um verðlaunaði IKEA svo alla krakk­ana með nammi og ís fyr­ir góða fram­komu.

„Við söknuðum þess þó veru­lega að þær Ell­en og Meg­an skildu ekki láta sjá sig því þær höfðu mikið fyr­ir því að hvetja krakk­ana til að koma. En það má segja að þær séu ef­laust meist­ar­ar í felu­leik enda ófundn­ar enn,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá IKEA.

Fyrr í vik­unni kynnti blaðamaður mbl.is sér bestu felu­staðina í IKEA. Það er aldrei að vita hvort að þær Ell­en og Meg­an leyn­ist á ein­hverj­um þeirra.

Fyrri frétt mbl.is:

10 frá­bær­ir felu­staði í IKEA

1.100 manns ætla að fela sig í IKEA

Blaðamaður mbl.is rannsakaði felustaði í IKEA fyrr í vikunni.
Blaðamaður mbl.is rann­sakaði felu­staði í IKEA fyrr í vik­unni. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú skalt fylgja eðlisávísun þinni og nýta krafta þína til að hjálpa öðrum. Yfirskilvitlegar upplýsingar blasa við þér, ef þú notar skilningavitin fimm til fullnustu fyrst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú skalt fylgja eðlisávísun þinni og nýta krafta þína til að hjálpa öðrum. Yfirskilvitlegar upplýsingar blasa við þér, ef þú notar skilningavitin fimm til fullnustu fyrst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir