Kanye West stökk út í vatnið með tónleikagestum

Kim Kardashian, eiginkona Kanye West, birti þessa mynd á Instagram …
Kim Kardashian, eiginkona Kanye West, birti þessa mynd á Instagram í gær. Instagram

Tónlistamaðurinn Kanye West olli töluverðum múgæsing þegar hann stökk út í manngerða stöðuvatnið Swan Lake í borginni Yerevan í Ameníu eftir ókeypis tónleika sem hann hélt í gær. Þegar West stökk út í vatnið fylgdu aðdáendur honum eftir og hópuðust í kringum hann.

Öryggisverðir og lögregluþjónar komu West til aðstoðar eftir dágóðan tíma.

West er staddur í Armeníu þessa dagana ásamt eiginkonu sinni og systur hennar, Kim og Khloe Kardashian, en þangað eiga þær rætur sínar að rekja.

Kim virtist himinlifandi með uppátæki West og birti mynd af tónleikunum á Instagram. „Þúsundir manna voru viðstaddir. Kanye stökk út í vatnið til að komast nær áhorfendum og fólk hoppaði út í til hans.“

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hversu æstir aðdáendur West voru í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar