Kvartað undan samkynhneigðum mörgæsum

Margir kvarta undan bók um karlkyns mörgæsir sem ólu upp …
Margir kvarta undan bók um karlkyns mörgæsir sem ólu upp unga saman. Myndin er úr safni og mörgæsirnar á henni eru ekki endilega samkynhneigðar. Wikipedia

Myndabók um tvær karlkyns mörgæsir sem ala saman upp unga er á meðal þeirra bók sem foreldrar og kennarar kvarta helst yfir til bókasafna í Bandaríkjunum. Samtök bókasafna þar í landi taka árlega saman lista yfir þær bækur sem fara helst fyrir brjóstið á viðskiptavinum þeirra.

Bókin „And Tango Makes Three“ var í þriðja sæti lista bandarísku bókasafnssamtakanna yfir þær bækur sem flestar formlegar skriflegar kvartanir hafa borist bókasöfnum eða skólum um að þær verði fjarlægðar úr hillum. Hún byggist á sannri sögu um tvær karlkyns mörgæsir sem klöktu út eggi í dýragarðinum í New York. Því er haldið fram að bókin hvetji til samkynhneigðar.

Efst á listanum er bókin „The Absolutely True Diary of a Part-Time Indian“ en hún fjallar ungan bandarískan frumbyggja sem gengur í framhaldsskóla þar sem langflestir nemendurnir eru hvítir. Í kvörtunum vegna hennar kemur fram að hún sé ekki nægilega „menningarlega næm“.

Á meðal annarra bóka á listanum má nefna „Flugdrekahlauparann“ eftir Khaled Hosseini.

Frétt BBC af viðkvæmni bókasafnsgesta í Bandaríkjunum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson