Setja saman „plan-B“

Hera telur ólíklegt að verkfallið komi í veg fyrir að …
Hera telur ólíklegt að verkfallið komi í veg fyrir að María Ólafsdóttir stigi á svið fyrir hönd Íslands í Vínarborg. mbl.is/Eggert

Bandalag háskólamanna tilkynnti í dag að þátttöku Íslands í Eurovision gæti stafað ógn af verkfalli lög­fræðinga hjá embætti sýslu­manns­ins á höfuðborg­ar­svæðinu. Þetta staðfestir staðgengill sýslumanns, Þuríður Árnadóttir en hún segir að standi verkfallið enn þegar keppnin fer fram þann 19. til 23. maí verði niðurstöður íslensku dómnefndarinnar ekki staðfestar af lögbókanda, eða öðrum starfsmönnum sýslumanns. 

Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins, segir að vonast sé til þess að samningar náist í tæka tíð en að verið sé að setja saman varaáætlun.

„Venjan hefur verið að nota fulltrúa sýslumanns undanfarin ár en það er ekkert sem segir að við verðum að nota fulltrúa frá þeim,“ segir Hera. „Við erum að kanna aðra möguleika ef ske kynni að verkfallið dragist á langinn.“

Hún segir að ekki sé búið að setja saman „plan-b“en að hún hafi þó ekki áhyggjur af því að Íslandi verði meinað að taka þátt í keppninni eða geti ekki skilað af sér stigum.

„Það geta komið upp ýmis mál í öllum þessum löndum sem taka þátt og það er eins með þau og þetta að það er fundin lausn. Að sjálfsögðu látum við þetta ekki stoppa okkur.“

Æfa á fullu

Hera segir undirbúning fyrir keppnina ganga vel að flestu leiti. „Það er verið að æfa á fullu og sauma kjólinn og svo erum við á Rúv að ganga frá öllum ferðum og hótelum auk þess að ganga frá dagsplaninu úti,“ segir Hera.

„Við erum líka að ganga frá dómnefndinni sem verður gefin út formlega í byrjun maí af EBU (Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva) og að sjálfsögðu erum við líka að ræða við samtökin um hvaða lausnir þau sjá á þessu máli,“ segir Hera.

Hún kveður ekki hafa verið ákveðið hver mun kynna stigin, sem vonandi munu fást staðfest, fyrir Íslands hönd í keppninni. „Við höfum hug á nokkrum aðilum og erum að klára það mál. Þegar það liggur ljóst fyrir munum við tilkynna það,“ segir Hera og bætir við að þó svo að nokkur heiður fylgi því starfi sé það einnig mikil vinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.