Björk meðal 100 áhrifamestu á lista TIME

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Björk Guðmundsdóttir er einn 100 áhrifamestu einstaklinga heimsins að mati tímaritsins TIME, sem álega tekur saman lista yfir áhrifamesta fólk heims.

Björk er á listanum í flokki „fyrirmynda“ (e. icons) ásamt fleiri heimsþekktum einstaklingum á borð við Frans páfa, hæstaréttardómarann fyrrverandi Ruth Bader Ginsburg, söngkonuna Taylor Swift og rithöfundinn Haruki Murakami.

Serbneska listakonan Marina Abramovic skrifar umfjöllunina um Björk fyrir TIME, þar sem hún segir hugrekki Bjarkar til að hvetja okkur til að vera við sjálf vera raunverulegu töfrana við hana. Á meðan heimsbyggðin stóð á öndinni árið 2010 þegar gosið í Eyjafjallajökli hófst, þá hafi Björk verið í skýjunum yfir þessum ógnarkrafti náttúrunnar, kraftur sem hún þrífist á. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir