Skopmyndateiknarinn Hugleikur Dagsson hefur vakið mikla athygli fyrir óvenjulegar og beittar skopteikningar sínar. Listamaðurinn er ekki bara vinsæll á Íslandi, en meðal aðdáenda hans eru Finnar sem hafa keypt um 50 þúsund bækur eftir hann.
Nú hefur finnska fréttastofan Yle sett af stað könnun til að sjá hvaða myndir Hugleiks ofbjóða fólki. Er myndum eftir hann stillt upp á vef fréttastofunnar og fólki gefinn kostur á því að kjósa hvort þær séu við hæfi eður ei.
Miðað við niðurstöðurnar virðist Finnum líka vel við húmor Hugleiks, en ekki eru þó allir á einu máli.
Hér má taka þátt í könnuninni.