Rokkarinn játar sig sekan

00:00
00:00

Phil Rudd, tromm­ari rokk­hljóm­sveit­ar­inn­ar AC/​DC, hef­ur geng­ist við því að hafa hótað starfs­manni líf­láti í kjöl­far þess að sólóplat­an Head Job mælt­ist ekki jafn vel fyr­ir og von­ir stóðu til. Rudd játaði einnig fíkni­efna­vörslu.

Tromm­ar­inn var hand­tek­inn á heim­ili sínu í fyrra, en fyr­ir dómi hef­ur m.a. komið fram að hann rak fjölda starfs­manna í ág­úst sl. eft­ir að Head Job komst ekki upp vin­sæld­arlist­ana. Mánuði seinna hringdi hann í sam­starfs­mann og sagði að hann vildi að einn þeirra sem hann rak yrði „tek­inn út“.

Rudd bauð viðkom­andi 153 þúsund doll­ara, og „mótor­hjól, bíl eða hús“. Sá taldi að um væri að ræða greiðslu fyr­ir viðvikið, en Rudd á að hafa hringt í hið ætlaða fórn­ar­lamb í fram­hald­inu og hótað hon­um líf­láti.

Lögmaður Rudd sagði málið í raun snú­ast um reiðilegt sím­tal, og ekk­ert annað. Rokk­ar­inn á yfir höfði sér sjö ára fang­elsi fyr­ir hót­un­ina og ein­hverja mánuði fyr­ir fíkni­efna­vörsl­una.

BBC sagði frá.

Phil Rudd í réttarsalnum í Tauranga á Nýja-Sjálandi.
Phil Rudd í rétt­ar­saln­um í Tauranga á Nýja-Sjálandi. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Gefðu leiðbeiningar, segðu hvað þú ert að hugsa, og ekki bara skrifa minnismiða, heldur láttu alla kvitta svo þú vitir að þeir hafi lesið hann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Gefðu leiðbeiningar, segðu hvað þú ert að hugsa, og ekki bara skrifa minnismiða, heldur láttu alla kvitta svo þú vitir að þeir hafi lesið hann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell