Blóðug slagsmál í kúluspili

Pétanque er vinsælt kúluspil í Frakklandi
Pétanque er vinsælt kúluspil í Frakklandi AFP

Hætta varð við héraðskeppni í kúluspilinu pétanque í Landes à Campagne fyrir nokkrum dögum eftir að keppendur á einni braut lentu í illdeilum með þeim afleiðingum að út brutust hópslagsmál. Sjö voru handteknir og einhverjir slösuðust.

Það er ljóst að Frakkar taka pétanque leikinn alvarlega en stundum of alvarlega ef marka má frétt í dagblaðinu Sud Ouest í dag. Um var að ræða Aquitaine keppnina og samkvæmt fréttinni varð einn keppandinn mjög ósáttur við að gamall andstæðingur fylgdist með keppninni. Endaði þetta með slagsmálum þeirra á milli og fljótlega breiddust slagsmálin út. Upp úr sauð þegar fjórir menn bættust í hópinn vopnaðir kylfum, járnstöngum og göngustaf sem var að hluta úr járni. 

Upphafsmennirnir enduðu á slysadeild eftir að högg sem þeir fengu en reynt var að þaga um atvikið enda ekki gott fyrir keppnina út á við. En á tímum snjallsíma er það erfitt og fékk lögreglan senda mynd úr farsíma sem sýndi slagsmálin. Í kjölfarið voru sjö handteknir, þar á meðal þrír úr sömu fjölskyldu: afi, pabbi og sonur. Þeir eiga yfir höfði sér ákæru fyrir ofbeldi og vopnaburð á íþróttakeppni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir