U2 hélt tónleika í dulargervi

Bono og félagar voru í stuði.
Bono og félagar voru í stuði.

Írsku rokkarnir í U2 voru gestir bandaríska spjallþáttastjórnandans Jimmy Fallon í gær. U2 tók þátt í allskonar sprelli með Fallon, m.a. fóru þeir í gervi böskara og léku tónlist fyrir borgarbúa í neðanjarðarlestarstöð.

Það voru ekki margir sem veittu þeim eftirtekt er þeir sungu smellinn „I Still Haven't Found What I'm Looking For“ í gervunum en svo var gripið til varaáætlunar og gervin látin falla niður. Ætlaði allt um koll að keyra þegar þeir tóku lagið „Desire“. 

Upphaflega átti sveitin að vera gestur Fallons, sem stýrir The Tonight Show, fyrir hálfu ári. Heimsókninni var hins vegar frestað eftir að Bono, söngvari U2, slasaðist í reiðhjólaslysi. Hann og félagar hans í U2 gerðu grín að því í þætti Fallons

Myndskeiðið af U2 rokka á lestarstöðinni sjá hér að neðan.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/aluYo-FSqiw" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hlaupið á þig í ákefðinni í að ganga í augun á fyrirmennum. Forðastu að setja þig í slíka aðstöðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Carla Kovach
3
Steindór Ívarsson
4
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hlaupið á þig í ákefðinni í að ganga í augun á fyrirmennum. Forðastu að setja þig í slíka aðstöðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Carla Kovach
3
Steindór Ívarsson
4
Ragnar Jónasson