Talið niður að Eurovision: 7 dagar

Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá er Eurovision á næsta leiti. Í dag er vika þangað til María Ólafsdóttir stígur á svið í Vínarborg, þar sem hún mun vonandi syngja okkur áfram í úrslitakeppnina sem fer fram laugardaginn 23. maí.

Í tilefni af því ætlar mbl.is að rifja upp nokkur vel valin framlög Ísland til keppninnar. Sú upprifjun getur hvergi byrjað nema á fyrsta framlagi Íslands til keppninnar, Gleðibankanum í flutningi Icy-tríósins. Íslendingar höfðu óbilandi trú á gengi Gleðibankans, eins og við höfum reyndar haft á fleiri bönkum, en Evrópa var ekki alveg á sama máli.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/eGegovbGTOg" width="640"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

Gleðibankinn endaði í hálfgerðu þroti, í 16. sæti af 20 með 19 stig. Stigin komu frá Hollandi, Tyrklandi, Spáni, Kýpur og Svíþjóð, þar sem Spánverjar voru örlátastir með sex stig en Svíþjóð og Tyrkland lögðu samtals fjögur samúðarstig í Gleðibankann.

Þrátt fyrir það eru Eiríkur Hauksson, Helga Möller og Pálmi Gunnarsson löngu búin að syngja sig inn í poppsál þjóðarinnar með þessu lagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir