Með kindur og snjóstorm til Cannes

Frá sýningu myndarinnar Hrútar í gær.
Frá sýningu myndarinnar Hrútar í gær. Mynd/Halldór Kolbeins

„Það er ekki hægt að segja annað en að viðtökurnar hafi verið hlýjar og góðar,það væri vanþakklátt að segja annað,“ segir Sigurður Sigurjónsson sem staddur er í Cannes til þess að kynna myndina Hrútar.

Myndin var frumsýnd í gær og voru þeir viðstaddir Sigurður, Grímur Hákonarsson leikstjóri og Theódór Júlíusson leikari. Tekur myndin þátt í keppninni um titilinn „Prix Un Certain Regard.“

„Viðbrögðin eru býsna sterk og góð. Ég hef engan samanburð frá öðrum hátíðum en fólk stoð upp og klappaði fyrir bíómyndinni, það var gaman að bera þessa mynd á borð fyrir fólk og við erum að fá mjög jákvæðar viðtökur á götum úti og í dómum svo að við getum ekki kvartað í sólinni hér í Cannes,“ segir Sigurður.

Hann segir að það veki mikla athygli í sjálfu sér að myndin sé íslensk. „Fólki finnst hún áhugaverð fyrir ýmis konar sakir en fyrst og fremst finnst fólki hún vera heiðarleg og íslensk og hún greinilega kemur við fólk og er tilfinninganæm og það er líka það sem var lagt upp með. Auðvitað eru kindurnar svolítið að stela senunni frá okkur Tedda [Theódóri Júlíussyni innsk. blm.] en það verður bara að vera þannig.“

„Það er auðvitað það sem kemur okkur svolítið á óvart, við Íslendingar erum auðvitað vön því að vera í námunda við sveitina en þetta er svolítið framandi og fólki finnst þetta mjög áhugavert.“

Eins og í dótabúð

Aðspurður hvort íslensk sveitamynd passi inn í glamúrinn í Cannes, svarar Sigurður því játandi.

„Mér finnst myndin smella vel inn hér í Cannes. Það er svona nettur sirkus í gangi hérna sem ég hef aldrei tekið þátt í áður. Það er gaman að koma með íslenska vöru hingað og þetta er fyrir mig eins og að vera í dótabúð með allar snekkjurnar og innan um allt fræga fólkið. Allt hefur sinn tíma en það er mjög gaman að fá að taka þátt í þessu.“

Þeir félagar ætla að eyða kvöldinu og morgundeginum í að sjá eitthvað af þeim myndum sem í boði eru á sýningunni. „Það eru margar áhugaverðar myndir, við höfum ekki verið nógu duglegir að fara í bíó og sjá hvað hinir hafa upp á að bjóða en við ætlum okkur að fara í bíó í kvöld og á morgun, svona fyrst við erum erum búnir að bjóða upp á okkar rétt. Ég er bara þessa stundina að skoða prógrammið, það er auðvitað allt of mikið í boði fyrir þann stutta tíma sem maður hefur,“ segir Sigurður.

Hátíðin er að sögn Sigurðar mikið ævintýri. „Fyrir hafnfirðing er þetta auðvitað mikið mannhaf og maður er lengi að drekka þetta allt í sig. Ég þarf að kyngja þessu hægt og rólega. Ég viðurkenni að þetta er allt miklu stærra í sniðum og svolítið geggjaðra en maður átti von á. En það er gaman að upplifa þetta einu sinni á ævinni.“

„Þetta er ævintýri og það felst fyrst og fremst í því að vera með íslenska vöru sem vekur athygli. Við komum með íslenskar kindur og snjóstorm til Cannes og fólk kunni greinilega að meta það.“

Sjá frétt mbl.is: Hrútar sögð vera hjartnæm í Variety

Fólk stóð upp og klappaði að lokinni sýningu í gær.
Fólk stóð upp og klappaði að lokinni sýningu í gær. Mynd/Halldór Kolbeins
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Ragnar Jónasson