Sungið um börnin sem urðu eftir

Framlag Rúmeníu í Eurovision í ár beinir sjónum sínum að bágri stöðu munaðarlausra barna.

Það er hljómsveitin Voltaj sem flytur lagið All Over Again en hljómsveitin tileinkar lagið börnum sem búa við þær aðstæður að verða eftir í heimalandinu þegar foreldrar þeirra neyðast til þess að fara til annarra landa til að afla fjölskyldunni lífsviðurværi.

Alls eru íbúar Rúmeníu 20 milljónir talsins og er landið það næst fátækasta meðal ESB-ríkjanna, á eftir Búlgaríu.

Söngvari Voltaj, Calin Goia, segir að þetta hafi áhrif á heila kynslóð barna sem glíma við áverka á sálinni vegna þess að þau alast upp án stuðnings foreldra.

„Ég hef verið spurður hvers vegna ég telji að þetta málefni veki áhuga útlendra áhorfenda en ég tel að svo sé þar sem samband foreldra og barna er málefni sem snertir alla,“ segir hann.

Talið er að um 350 þúsund rúmensk börn, tæplega 10% barna, búi við þær aðstæður að annað foreldið þeirra, hið minnsta, býr erlendis, samkvæmt tölum frá Save the Children samtökunum. Stjórnvöld í Rúmeníu segja töluna mun lægri eða tæplega 83 þúsund börn. Í Búlgaríu búa 267 þúsund börn við sama hlutskipti og rúmensk börn.

Í flestum tilvikum eru börnin í umsjón afa og ömmu eða frænku eða frænda. En einhver þeirra búa á stofnunum á vegum ríkisins þar sem þau bíða þess að foreldrar þeirra snúi aftur heim.

Samtök sem sinna börnum segja að þessi börn eigi á hættu að glíma við sálræn vandamál á lífsleiðinni því þau upplifa það að foreldrar þeirra hafi yfirgefið þau. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir