Nú er sjötti þáttur Áttunnar kominn inn á vefinn og verður fróðlegt að sjá hvað strákarnir gera af sér þessa vikuna.
Eins og alltaf er keppni og felst hún einfaldlega í því að skapa óþægilegar aðstæður. Keppnin að þessu sinni er ekkert ósvipuð þeim sem hafa áður verið, en að þessu sinni sigrar sá sem nær að líma sem flesta „post it“ miða á bláókunnuga manneskju í rúllustiga í Smáralindinni, án þess að eftir honum sé tekið.
Keppnin er vægast sagt spennuþrungin. Að sjálfsögðu þarf síðan sá sem tapar að taka út refsingu og að þessu sinni þarf hann að mótmæla málefni sem hinir strákarnir velja.
Ragnar Jónsson þótti mjög óöruggur spyrill þegar hann tók viðtal við Þorvald Davíð á dögunum og hefur hann barist fyrir því að fá að spreyta sig á nýjan leik. Í þetta skiptið ræðir hann við ritsjóra Morgunblaðsins, Davíð Oddsson, og krefst svo sannarlega svara fyrir alla þjóðina.
Áhorfendur koma með mikið af uppástungum í gegnum samfélagsmiðlana og reyna þeir félagar að fylgja þeim eftir. Að þessu sinni hvetja áhorfendur Nökkva Fjalar til þess að senda frá sér nýtt lag. Nökkvi hefur gefið út nokkur lög sem hafa ekki hlotið góða dóma. Það verður gaman að sjá hvort að hann svari gagnrýnendum sínum í þetta skiptið.
Áttan hefur slegið í gegn á vefnum og við mælum með því að þú missir ekki af einum einasta þætti hjá þeim.
Endilega fylgstu nánar með þeim hér:
www.facebook.com/attanofficial
www.instagram.com/attan_official
SnapChat: Attan_official
Watchbox: Attan_official