„Umfram allt þá er ég fáránlega stoltur af Maríu, hún stóð sig 150% og við hin á sviðinu gerðum okkar allra besta. Það er ekki hægt að kenna frammistöðunni um, heldur eru bara svo margir þættir sem spila inn í í svona kosningu, það eru ekki bara lagið eða frammistaðan, það er fullt af öðrum þáttum og það gekk ekki upp í þetta sinn,“ segir Friðrik Dór eftir Eurivision í kvöld. „Svona er lífið, sagði einhver.“
„María þarf að muna að hún er að byrja og er frábær talent, hún er hæfileikamanneskja og henni bíður fjöldi tækifæra. Hún þarf engu að kvíða og getur verið stolt af sinni frammistöðu,“ segir Friðrik Dór.