Atkvæðagreiðslan í úrslitakeppni Eurovision er hafin. Kjósendur þurfa að hafa nokkuð hraðar hendur, því það er aðeins hægt að kjósa í 15 mínútur. Hvert símanúmer getur kosið allt að 20 sinnum.
Númerin byrja öll á 90099 en síðustu tveir stafirnir ráðast af því hvar í röðinni viðkomandi lag var flutt.
Stigagjöfin ræðst síðan af símakosningunni en einnig af atkvæðum frá dómnefnd hvers lands fyrir sig en dómararnir skiluðu sínum atkvæðum inn í gærkvöldi eftir dómararennsli.