Ísland fékk 14 stig

María Ólafsdóttir flutti framlag Íslands.
María Ólafsdóttir flutti framlag Íslands. AFP

Eins og fram hef­ur komið var það lagið „Her­oes“ með Måns Zelm­erlöw frá Svíþjóð sem fór með sig­ur af hólmi í Eurov­is­i­on í kvöld. 

Nú er ljóst að Svíar voru einnig með flest stig upp úr seinni undank­eppninni og að Rússland fékk flest stig í þei­rri fy­rri. 

Ísland kom­st ekki upp í aðalk­eppnina og varð í 15. sæti af 17 í seinni undank­eppninni. Til saman­burðar má þess geta að As­er­baídsj­an, það lag sem varð neðst í undank­eppninni, hla­ut 53 stig og lag Svíþjóðar 217 stig. Hægt er að sjá öll stig­in á Wiki­ped­ia þar sem þau eru færð inn af aðdá­endum keppninnar.

Alls voru sjö lög með færri stig en Ísland. Fjög­ur neðstu lög­in í aðalk­eppninni komu öll frá löndum sem ekki tóku þátt í forkeppninni og voru öll með undir 14 stigum. Þá voru tvö lönd neðar en Ísland í seinni undank­eppninni og eitt í þei­rri fy­rri.

Ísland fékk fimm stig frá As­er­baídsj­an, tvö frá Írlandi, Nor­egi, Svíþjóð og Póllandi og eitt frá Litháen. Þess má geta að sím­a­at­kvæðagr­eiðsla As­er­baídsj­an var dæmd óg­ild svo at­kvæðin fimm komu öll sem eitt frá dó­m­nefnd lands­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebast­i­an Ri­c­hels­en
3
Árni Þór­arinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Guðrún J. Magnúsd­óttir
5
Jónína Leósd­óttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebast­i­an Ri­c­hels­en
3
Árni Þór­arinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Guðrún J. Magnúsd­óttir
5
Jónína Leósd­óttir