Neeson með bestu auglýsingaröddina

Þú finnur ekki betri mann en Liam Neeson til þess …
Þú finnur ekki betri mann en Liam Neeson til þess að selja vöruna þína, að sögn fyrirtækisins Nielsen. AFP

Ef auglýsandi vill að varan sín seljist er ekki hægt að finna betri rödd til þess að auglýsa vöruna heldur en Liam Neeson. Það er niðurstaða rannsóknar sem fyrirtækið Nielsen gerði. Skoðaði fyrirtækið rödd fjölda frægra en enginn var jafnáhrifamikill og Neeson.

Raunar fékk einn annar leikari jafnmörg stig og Neeson í könnuninni og var það sjálfur Pierce Brosnan. Báðir fengu þeir 94 stig af 100 en þeir sem tóku þátt í könnuninni sögðu Neeson þó áhrifameiri. Matthew McConaughey, sem hefur meðal annars lesið inn á bílaauglýsingar, var einnig áhrifamikill en þó með færri stig en hinir ofannefndu.

Af konunum í könnuninni var það Sofia Vergara sem var áhrifamest. Aðrar konur sem fengu mörg stig voru Nathalie Portman og Jennifer Garner.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar