Svaf „óvart“ hjá tvíburasystur konunnar

AFP

Bandarískur karlmaður greindi frá því á vefnum Reddit á dögunum að eiginkona hans hafði komið að honum eftir að hann hafi sofið hjá tvíburasystur hennar. Maðurinn fullyrðir að um óviljaverk hafi verið að ræða. Hann hafi einfaldlega farið mannavilt.

Fram kemur á fréttavefnum Plymonth Herald að fólkið hafi skroppið til borgarinnar Las Vegas í Bandaríkjunum sem fræg er fyrir fjölda skemmtistaða, hótela og spilavíta. Eftir að hafa verið úti að skemmta sér segist maðurinn hafa farið upp á hótelherbergi með eiginkonu sinni en tvíburasystir hennar hafi orðið eftir á barnum. Maðurinn segist hafa verið drukkinn og sofnað í kjölfarið en síðan vaknað og farið að gera sé dælt við konuna sem lá við hliðina á honum.

Samkvæmt frásögn mannsins áttaði hann sig ekki á mistökunum fyrr en hann hafði stundað kynlíf með konunni. Hann hafi strokið á henni brjóstin og tekið eftir því að þau hafi verið öðruvísi viðkomu en brjóst eiginkonunnar. Maðurinn segist hafa frosið þegar hann hafi áttað sig á mistökunum. Nokkrum sekúndum síðar hafi konan hans kveikt ljósin og séð hann nakinn í rúminu með systur hennar.

Maðurinn segir að eiginkona hans hafi öskrað á þau bæði og síðan hafi systir hennar hlaupið grátandi út úr herberginu. Væntanlega hefur eiginkonan ekki keypt þessa frásögn en maðurinn bætir við að í kjölfarið hafi hún skilið við hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar