„Textasmíðin horfin úr rappinu“

Rapparinn GZA.
Rapparinn GZA. Mynd/Wikipedia

Rapparinn GZA úr rapphljómsveitinni Wu Tang Clan, sem væntanleg er hingað til lands í sumar á hátíðina Secret Solstice, segir textasmíð afar ábótavant í nútímarappi. „Ég efast ekki um að það séu til góðir textasmiðir, en þegar maður skoðar rappsenuna í dag, þá eru þeir hvergi sjáanlegir,“ segir hann í opnu bréfi.

Hann hrósar röppurum á borð við Nas, sem hann segir kunna listina að segja sögu með rapplögum sínum. „Það eru margir rapparar í heiminum í dag sem halda að þeir séu góðir textasmiðir af því þeir rappa um það sem þeir hafa upplifað á æskuárum sínum á götunni. Þeir segjast hafa upplifað þann heim sem þeir rappa um. Það skiptir samt ekki bara máli að rappa um eigin reynslu, þú verður að kunna að semja heildstæða sögu með lögunum þínum,“ segir GZA.

Hann segist sjálfur kunna listina að skrifa góðan texta um hvað sem er, jafnvel um eins einfaldan hlut á blýant, áður en hann skrifar niður stutt erindi um blýantinn sinn. 

„So I bang him in the head, just lead / No eraser / One shot, no chaser / Who’s your replacer?“

Í bréfi sínu fjallar GZA þó ekki um þá rappara sem í dag eru taldir vera bestu textasmiðirnir, Kendrick Lamar og J Cole. Hins vegar er bent á það á vefsíðu The Guardian að GZA hefur ýmistlegt til síns máls þegar hann hrósar eigin hæfileikum því samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð  var á rapptextum fjölda frægra rappara, kemur í ljós að hann er á meðal þeirra rappara með stærsta orðaforðann í lögum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir