Þessa dagana standa yfir réttarhöld yfir pari sem var handtekið á tónleikum Palomu Faith í fyrra. Parið, sem kemur frá Wales, var handtekið fyrir að stunda kynlíf á almannafæri. „Reglurnar hljóta að vera öðruvísi í Englandi,“ mun konan hafa sagt undrandi þegar þau skötuhjú voru handtekin.
Atvikið átti sér stað á útitónleikum BBC Radio 2 Í Hyde Park í september í fyrra. Tónlist Palomu Faith hefur kveikt svona í parinu því þau gátu ekki hamið sig.
Þegar parið, sem er í kringum fimmtugt, var handtekið var konan að veita karlinum munnmök.
Vitni segja börn hafa verið á staðnum og að foreldrar hafi þurft að halda fyrir augu þeirra og flýja. Eitt aðalvitnið í málinu tók atvikið upp á farsímann sinn. Upptakan hefur verið notuð sem sönnunargagn í málinu og sýnd í réttarsal.
Parið hefur haldið fram sakleysi sínu síðan málið var tekið fyrir. Þau segja einhvern vera að koma sökinni yfir á þau og að um misskilning sé að ræða.