Top Gear-tríóið til Netflix?

F.v.: Hammond, Clarkson og May.
F.v.: Hammond, Clarkson og May.

Sam­kvæmt In­depend­ent bend­ir allt til þess að Rich­ard Hammond og James May, tveir þriðju af Top Gear-tríó­inu ófor­betr­an­lega, muni hafna veg­legu til­boði BBC um end­ur­nýj­un samn­inga vegna þátt­ar­ins, og ganga til liðs við Net­flix í staðinn með sín­um gamla, „fallna“ fé­laga.

In­depend­ent seg­ir frá því að Hammond og May séu „afar nærri“ því að hafna 4,6 millj­ón punda til­boði BBC um að halda áfram með Top Gear án Cl­ark­son. Báðir höfðu áður sagt að þeir myndu ekki snúa aft­ur eft­ir að til­kynnt var að samn­ing­ur Cl­ark­son yrði ekki end­ur­nýjaður, í kjöl­far þess að hann réðist á einn fram­leiðanda þátt­anna.

Fregn­ir herma að þess í stað hygg­ist þre­menn­ing­arn­ir ganga til liðs við Net­flix, en efn­isveit­an hef­ur malað gull með eig­in þátta­gerð, og má þar nefna þætt­ina Hou­se of Cards sem dæmi.

In­depend­ent hef­ur eft­ir heim­ild­ar­manni að Hammond, May og Cl­ark­son séu afar spennt­ir fyr­ir því að fá að stýra eig­in þætti frá a-ö, allt frá efnis­tök­um til dreif­ing­ar. Þá myndi samn­ing­ur við Net­flix lík­lega skila þeim mun meira í vas­ann en áfram­hald­andi sam­starf við BBC.

Áður hafði verið sagt frá því að BBC hugnaðist vel að hefja leik­inn á ný með Hammond og May við stýrið og nýj­an gesta­stjórn­anda í hverj­um þætti. May sagði hins veg­ar í apríl að eng­inn kæmi í staðinn fyr­ir Cl­ark­son, það væru þeir þrír eða ekk­ert.

Þá hef­ur reynd­ar ekki verið úti­lokað að Cl­ark­son myndi snúa aft­ur á BBC að lok­um, eft­ir að fjaðrafokið væri yf­ir­staðið og dag­blöð árs­ins kom­in í end­ur­vinnsl­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Lífið hefur ekki verið létt undanfarið. Sambönd sem ganga vel og með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur, en um leið ánægjulegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Lífið hefur ekki verið létt undanfarið. Sambönd sem ganga vel og með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur, en um leið ánægjulegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir