Breski stórsöngvarinn Tom Jones hélt tónleika í Laugardalshöllinni fyrir fullu húsi í kvöld. Að sögn blaðamanns á Morgunblaðinu sem er á svæðinu var tónleikunum að ljúka en Jones tók hvorki fleiri né færri en þrjú aukalög.
Tíu manna hljómsveit spilaði með Jones sem að sögn blaðamanns hefur augljóslega engu gleymt og var hann „fáránlega flottur“.