Færeyingar vilja í Eurovision en fá ekki

Nokkur áhugi virðist meðal Færeyinga á að senda eigin framlög …
Nokkur áhugi virðist meðal Færeyinga á að senda eigin framlög í Eurovision. EBU

Fær­ey­ing­ar fá ekki að taka þátt í Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva, þrátt fyr­ir vilja þarlendra yf­ir­valda, þar sem Fær­eyj­ar eru ekki sjálf­stætt ríki. Mennta­málaráðherra lands­ins hef­ur seg­ir þó enn hægt að snúa stöðunni Fær­ey­ing­um í hag, sé vilj­inn fyr­ir hendi.

Þessu grein­ir fær­eyski miðill­inn Portal frá. Þar seg­ir að þingmaður Fólks­flokks­ins, Jan­us Rein, hafi sent Bjørn Kalsø, mennta­málaráðherra Fær­eyja, fyr­ir­spurn um mögu­leika á þátt­töku Fær­ey­inga í Söngv­akeppn­inni. Kalsø svaraði því til að Fær­eyska rík­is­sjón­varpið, Kringvarpið, hafi sent fyr­ir­spurn til Sam­taka evr­ópskra sjón­varps­stöðva árið 2010 um aðild að sam­tök­un­um. Slíkt er forkrafa fyr­ir þátt­töku­rétt í keppn­inni en niðurstaðan var að Kringvarpið gæti ekki orðið full­gild­ur aðili þar sem lög fé­lags­ins kveða á um að heima­lönd sjón­varps­stöðvanna þurfi að vera sjálf­stæð ríki.

Kalsø er þó ekki til­bú­inn að slá það út af borðinu að Fær­ey­ing­ar geti einn dag­inn tekið þátt í keppn­inni sem full­trú­ar eig­in þjóðar, hvað sem sjálf­stæði líður. Tel­ur hann að rík­is­rétt­ar­leg staða Fær­ey­inga sé ekki nóg til að neita þeim þátt­töku og að verði nógu mik­il vinna lögð í málið muni tak­ast að tryggja þeim þátt­töku­rétt.

„Eins og áður seg­ir hef­ur rétt­læt­ing­in verið sú að lönd þurfi að vera viður­kennd sem sjálf­stæð ríki af Sam­einuðu þjóðunum til að taka þátt. En það er lít­ill vafi á að það er hægt að snúa þess­ari stöðu okk­ur í hag, verði næg­ur styrk­ur lagður í vinn­una við að ná þessu mark­miði,“ seg­ir ráðherr­ann í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn­inni.

Seg­ist Kalsø sjálf­ur styðja við inn­göngu í Kringvarps­ins í sam­tök­in en að um­sókn­in sé ekki póli­tísks eðlis held­ur eitt­hvað sem Kringvarpið þurfi að taka að sér.

„Ég styð þátt­töku Fær­eyja í öll­um alþjóðleg­um keppn­um á jafn­ingja­grund­velli við önn­ur lönd, einnig í Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva,“ skrif­ar hann.

„Það er ekki bein­lín­is Mennta­málaráðuneytið sem get­ur tekið málið upp því þar eru, eins og áður seg­ir, rík­is­sjón­varps­stöðvar sem eru meðlim­ir. Því er nauðsyn­legt að Kringvarp Fær­eyja, sem er rík­is­sjón­varps­stöð okk­ar, sæki um virka aðild á ný eigi okk­ur að tak­ast að taka þátt í Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva.“

Þórshöfn í Færeyjum.
Þórs­höfn í Fær­eyj­um. mbl.is/ Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell