Spænskur nautabani missti annað eistað fyrir framan þúsndir áhorfenda á nautaati í Madríd á sunnudag. Á myndbandsupptökum sést hvernig Marco Galan tekst að koma tveimur spjótum í bak nautsins, áður en það hefnir sín grimmilega og rekur annað hornið í nára nautabanans.
Atvikið átti sér stað á San Isidro hátíðinni, sem nýtur mikilla vinsælda.
Galan er svokallaður „banderillero“ og hefur það hlutverk að hlaupa sem næst nautinu til að sýna hugrekki og reka spjót í bak þess. Nautið sem Galan atti kappi við um helgina náði hins vegar að reka horn sitt í nautabanann með fyrrgreindum afleiðingum og dró hann auk þess eftir jörðinni.
Galan var fluttur á sjúkrahús en nautið drepið.
Nautaat nýtur verndar sem menningararfleifð, þrátt fyrir að vera harðlega gagnrýnt af dýraverndunarsinnum. Það nýtur enn mikilla vinsælda á Spáni.
MYNDBANDIÐ SEM FYLGIR ER EKKI FYRIR VIÐKVÆMA.
<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/YDGcFvk7pcY" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>