Ferðast um í leit að tvíförum

Geaney (t.h.) ásamt ítölskum tvífara sínum, Luisu (t.v.)
Geaney (t.h.) ásamt ítölskum tvífara sínum, Luisu (t.v.) Skjáskot Youtube

Hin írska Niamh Geaney er manneskjan á bak við heldur sérstakan „sambandsvef“ á netinu. Vefurinn ber heitið Twin Strangers og gerir fólki kleift að komast í kynni við tvífara sína um allan heim. Notendur setja einfaldlega inn ljósmynd af sér og haka í ákveðna kassa eftir því hvaða útlitseinkenni eiga við þá. Síðan parast saman þeir sem reiknast „eins“ í útliti og fá senda mynd af hinum aðilanum. Engar persónuupplýsingar eru hins vegar sendar nema með samþykki beggja notenda.

Samkvæmt kenningu Geaney á hún sjö tvífara í heiminum og hún hefur þegar fundið tvo þeirra, þann síðari á Ítalíu.  

„Að finna einn tvífara sinn er magnað, en að finna tvo er ótrúlegt,“ segir Geaney í samtali við People. „Maður telur sjálfan sig alltaf vera alveg einstakan, t.d. fannst mér ég vera ein í veröldinni með svona stór augu. Eftir að hafa séð alla sem deila þeim eiginleika með mér fór ég að endurmeta „sérstöðu“ mína.“

Geaney fannst gott að hitta fjölskyldu og vini seinni tvífara síns, Luisu, áður en hún hitti hana sjálfa. „Ég vildi vita hver hún raunverulega væri fyrir utan útlitseinkennin. Þegar þú hittir einstakling í fyrsta skipti byggir þú mikið á útliti hans, en með því að hitta ástvinina færðu tilfinningu fyrir því hvaða innri mann hann hefur að geyma.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hlaupið á þig í ákefðinni í að ganga í augun á fyrirmennum. Forðastu að setja þig í slíka aðstöðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Carla Kovach
3
Steindór Ívarsson
4
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hlaupið á þig í ákefðinni í að ganga í augun á fyrirmennum. Forðastu að setja þig í slíka aðstöðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Carla Kovach
3
Steindór Ívarsson
4
Ragnar Jónasson