„Faðir“ Svarthöfða vakti lukku

Fólk á öllum aldri kom í verslunina Nexus í gær til þess að hitta og fá eiginhandaráritanir frá Brian Muir, myndhöggvaranum sem skapaði m.a. Svarthöfða og hannaði Stormtrooper búninginn. 

Listamaðurinn Odee var einn þeirra sem stóð að skipulagningu heimsóknar Muir. Hann segir að viðburðurinn í gær hafi gegnið mjög vel og gerir ráð fyrir að Muir hafi veitt á fjórða hundrað eiginhandaráritana.

Odee segir að það sé mikil Star Wars menning á Íslandi. „Fólk var að koma hingað með allskonar Star Wars sögur,“ segir hann í samtali við mbl.is. „Fólk var að segja frá því að hafa farið á Star Wars tónleika sinfóníunnar, einn hafði séð Star Wars í bíó fyrir þrjátíu árum síðan og man svo vel eftir því, það voru allir með góðar sögur af Star Wars.“

Odee segir að fólkinu hafi fundist gaman að hitta Muin, sérstaklega krakkarnir. „Þessir eldri voru frekar að  láta árita bækur á meðan krakkarnir voru með myndir.“Odee segir jafnframt að Muir hafi verið ánægður með daginn í gær. „Hann var mjög ánægður og þetta var mjög góður dagur miðað við það sem hann er oft að fá erlendis.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka