Leikkonan Marylin Monroe var óþekkjanleg þegar hún lést er fram kemur í frétt Huffington Post. Að sögn útfararstjóranna sem sáu um útför Monroe var hún með loðna leggi, falskar tennur og þakin fjólubláum flekkum þegar hún féll frá.
Útfarastjórarnir Allan Abbot og Ron Hast sáum um útför ótal frægra einstaklingar á sjöunda áratug einustu aldar, Monroe var meðal þeirra. Abbot hefur nú skrifað bók þar sem hann lýsir smáatriðum sem tengjast útför þeirra ríku og frægu. Í bókinni kemur fram að lík Monroe var illa farið þegar hún var borin til grafar árið 1962, bókin inniheldur einnig óhugnanlegar myndir af líki Monroe.
Bók Abbot heitir Pardon My Hearse og kom út í gær, 15. júní.